Farvel sérsníðir einkaferðir eftir þörfum hvers og eins, hvort heldur er fyrir einstaklinga, pör, fjölskyldur eða stærri og smærri hópa. Við förum yfir hugmyndir þeirra sem til okkar koma og leitum allra leiða til að setja saman ferð sem fellur að óskum ferðalanga.
 
Á meðan sumir vilja náttúru, hreyfingu, menningu eða sögu leggja aðrir meira upp úr því að geta verslað ódýrt, skemmt sér og slakað á með greiðan aðgang að mikilli afþreyingu. Svo eru það auðvitað þeir sem vilja hæfilega blöndu af öllu. Hverjar sem óskirnar eru, þá reynum við að mæta ólíkum þörfum og væntingum viðskiptavina okkar.
 
Sérþekking starfsfólks Farvel á ferðamennsku í löndum Suðaustur-Asíu er afar mikil enda höfum við áralanga reynslu af skipulagningu ferða um þann hluta heims. Þá er Mexíkó, Mið-Ameríka, Karíbahafið og valin lönd í Afríku komin á kortið okkar og höfum við greint mikinn og aukinn áhuga á ferðalögum um þessi spennandi og fjölbreyttu svæði.
 
Ferðadagar, lengd, íburður og eðli hverrar ferðar er algjörlega undir farþegum komið. Hafðu samband, við hjálpum þér að láta drauma þína rætast.

EINKAFERÐIR