HELSTU EYJUR INDÓNESÍU
Balí
Fyrst er að nefna þá paradís. Pinkulítil eyja byggð hindúum sem halda sínum aldagömlu siðum og venjum þrátt fyrir uppbyggingu og straum ferðamanna.
Borneó
Þangað leggja ferðalangar leið sína til fundar við órangúta eða mennina í skóginum eins og nafnið þýðir í raun á máli heimamanna. Frumskógar og skrautleg saga skrítinnar nýlendu, frumstæðra ættbálka og hausaveiðara.
Java Ekki bara kaffibolli heldur þéttbýlasta svæði í Asíu, iðandi menningar- og mannlífspottur. Mögnuð eldfjöll - sumhver spúa enn gufum og hrati úr iðrum jarðar, forn hof t.d. Borobudur (stærsta búddíska hof í heimi) og seiðmagnaðir gamlir bæir þar sem soldánar ríkja enn.
Súmatra Þarna eru líka órangútar og fjölbreytt náttúra í víðfeðmum þjóðgörðum. Sjötta stærsta eyja í heimi - næ 45 sinnum stærri en Ísland.
Kómódó Þarna finnast enn risaeðlur, en kómódó-drekarnir eru stærstu eðlur í heimi. Neðansjávar við Kómódó eru einhver ævintýralegustu köfunarsvæði í heimi.
Lombok & Gili Næsta eyja við Balí er Lombok. Þarna leynist mögnuð menning, smá göldrótt og skuggaleg, annars staðar björt og brosandi. Miklar andstæður við Balí.
Gili-eyjur eru svo draumaheimur út af fyrir sig. Frábær köfun og ljúf sæla á ströndum.
Saga Indónesíu á Wikipedia
Heilsufar í Indónesíu
Helstu staðreyndir um Indónesíu
Lesefni tengt Indónesíu
Wikitravel um Indónesíu Verðlag í Indónesíu