Á paradísareynni Balí er sól og blíða allt árið um kring.Heillandi fegurð
alls staðar, í náttúrunni,
trúarathöfnunum og mannlífinu sem er allt samofið í balískum hindúasið. Hvergi eru af jafn hispurslausri alúð og á Balí.
VÍETNAM
MÓTORHJÓLAÆVINTÝRI
Dustaðu rykið af leðurjakkanum og fylgdu okkur inn í ævintýri lífs þíns! Við hjólum í gegnum þorp, hrísgrjónaakra, fjöll og fyrnindi í þessari 7 daga ævintýraferð um norðurhluta Víetnams. Keyrslan verður þæginleg en um leið krefjandi og spennandi. Nægur tími gefst fyrir myndatökur og til að fá sveitalíf Víetnams beint í æð.
INDÓNESÍA
LEYNDARDÓMAR BALÍ
Á Balí má kynnast dularfullri og seiðandi menningu eyjarskeggja,
sjá dans barong-skrímslanna, hlusta á bambus-sílófóna,
láta dáleiðast af þokkafullum fingrum og stjörfum augum
legong-dansaranna, falla í djúpan trans með kecakdanshópi eða
færa hindúaguðinum Visnú fórnir.
LAOS
ÞAR SEM TÍMINN STENDUR Í STAÐ
Það leggja ekki margir leið sína til Laos,
en það er líka einn af meginkostum Laos. Svo virðist
vera sem Laos fái að haldast sem lítið leyndarmál
í Suðaustur-Asíu. Lítið og fámennt, fjarlægt og torfært.
Komdu með okkur til Laos!
MEKONG
MÓÐURFLJÓTIÐ MIKLA - LÍFÆÐ INDÓKÍNA
Leiðir Farvel liggja þvert og kruss um Mekong-fljótið og ósa þess
í Suður-Víetnam. Við bjóðum siglingar með ævintýralegum fljótabátum,
bráðskemmtilegar hjólreiðaferðir á bökkum fljótsins og úrval
einstakra gististaða á bökkum fljótsins í Laos, Taílandi,
Kambódíu og Víetnam.
RÓMANTÍK OG STRANDSÆLA
EINSTAKIR STRANDSTAÐIR
Flestir kjósa að enda ævintýraferð um fjarlæg lönd á ljúfum dögum á ströndinni.
Við hjá Farvel fáum aldrei nóg af sandi, sjó og sól og getum
mælt með fjölda stórkostlegra strandstaða, hvort
heldur 6 stjörnu himnasælu eða afvikinni vík með bambuskofa og hengirúmi undir kókospálma.
BÚTAN
KONUNGSRÍKI ÞRUMUDREKANS
Ímyndum okkur konungsríki, þar sem hamingja þjóðarinnar er mæld
fremur en þjóðarframleiðslan, menning og hefðir hafa haldist
nánast óbreyttar frá 7. öld í samhljómi ósnortinnar náttúru og
torfærra fjalllenda.
Þetta er Bútan – konungsríki Þrumudrekans.
MACHU PICCHU Í PERÚ
GÖNGUFERÐ MEÐ HELGA BEN VORIÐ 2017
Helgi Ben hefur stýrt fjölda ævintýralegra gönguferða um Nepal,
Víetnam, Indland og víðar á síðastliðnum áratugum.
Vorið 2017 mun hann stýra sinni þriðju gönguferð um Perú.
Hinkrið við.
Nánari upplýsingar birtast fljótlega á vef Farvel!
ANGKOR
EITT AF UNDRUM VERALDAR
Við hjá Farvel fáum aldrei nóg af Angkor. Með Asíuferðum Óríental
höfum við á síðastliðnum 10 árum sent hundruð Íslendinga á
þessa ævintýravelli. Stórar sögur og
fornar heimildir krefjast góðrar frásagnar.
Við kunnum að opna fyrir fólki heim Angkor.
FERÐAKORT FARVEL
MADAGASKAR
LEIÐANGUR TIL MADAGASKAR SEPTEMBER 2016
Einstök flóra og fána gerir Madagaskar að draumastað útivistarferðalanga.
Þjóðgarðar eru vítt og breitt um landið og allir í sérflokki. Stærsta verndarsvæðið,
Tsingy de Bamaraha er á heimsminjaskrá UNESCO..