Jórdanía

JÓRDANÍA
Í fóstpor Indiana Jones, Arabíu-Lawrence, Mósesar og Jesú Krists.
 

Flestir segja að fyrsta ástæðan til að heimsækja Jórdaníu sé að eiga samskipti við fólkið sjálft, hina elskulegu og einstaklega gestrisnu þjóð, sem býr í friðsælu og ægifögru landi með merka og forna sögu, dásamlega matarmenningu og háþróaða innviði ferðaþjónustunnar.

 
Saga Jórdaníu nær aftur til steinaldar og í þessu litla land hefur hvert stórveldið á fætur öðru risið og hnigið í aldanna rás. Í dag er landið með þingbundna konungsstjórn og nýtur friðar og stöðugleika, ólíkt löndunum í kringum það, enda eitt vinsælasta ferðamannaland Arabíu um áratugaskeið. Abdulla II, konungur Jórdaníu frá 1999, hefur fært landið langt fram í átt til lýðræðis, stuðlað að framsæknum umbótum í efnahags-, mennta- og heilbrigðismálum og verið hvatamaður fyrir samtali og skilningi á milli Islam og Kristni.
 

Á lægsta punkti jarðar geturðu legið á bakinu í Dauðahafinu við bóklestur eða staðið á strönd Rauða hafsins í fótsporum Móse; gengið um hina fornu klettaborg Petra og leikið Indiana Jones eða horft yfir Wadi Rum eyðimörkina, líkt og Arabíu Lawrence gerði forðum, áður en hann leiddi árás Arababandalagsins á Aqaba. Við Jórdan ánna geturðu kropið á bakkann við Al-Maghtas rústirnar, þar sem Jesús var skírður af Jóhannesi, sofið í tjaldbúðum við jaðar eyðimerkurinnar undir ægifögrum stjörnuhimni, kynnt þér matarmenningu Bedúína eða gleymt þér við unaðssemdir og gómsæta rétti á götumarkaði í höfðuðborginni Amman.

 
Jórdanía geymir einhverjar merkustu sögulegu minjar Arabíuskagans, stórfenglegt landslag og einstaklega elskulegt og gestrisið heimafólk. Hér er frábær matarmenning, öflugir innviðir í ferðaþjónustu og fjölbreyttir gistimöguleikar. Höfuðborgin Amman er lífleg og frjálsleg nútímaborg, en um leið ber hún sterkt svipmót fortíðar, allt frá steinöld og í gegnum bæði grísk og rómversk yfirráð, þegar borgin hét Philadelphia, borg bróðurkærleikans.
 

Það er merkilegt að standa í fótsporum Móse og horfa af Nebo fjalli yfir til Fyrirheitna landsins, þaðan sem í dag má sá alla leið til borganna Jeríkó og Jerúsalem. Í kirkju heilags Georgs er elsta kortið sem til er af Landinu helga, fínlegt mósaíkverk sem lagt er í gólfið.
 

En Jórdan á meira en fornar minnaar því hér eru áhrifamikil náttúrundur við hvert fótmál. Rétt austan við Madabar er sjálft Dauðahafið á lægsta punkti jarðar, 425 metra undir sjávarmáli. Þar geturðu látið þig fljóta í notalegheitum eða borið á þig hina heilnæmu leðju, sem ku vera allra meina bót. Hér eru líka fimm stjörnu lúxushótel með frábærum veitingastöðum, sundlaugum og baðhúsum af bestu gerð.
 

Eyðimörkin Wadi Rum býður upp á stórkostlegra landslag en orðið „eyðimörk“ gefur til kynna, enda staðurinn eftirsóttur af kvikmyndaframleiðendum. Frægasta kvikmynd sem hér hefur verið tekin upp er án efa Lawrence of Arabia í leikstjórn David Lean, þar sem Peter O’Toole fór með hlutverk Lawrence og þar sem Omar Sharif reið á úlfalda inn í kvkimyndasöguna sem alþjóðleg kvikmyndastjarna. Hér er gott að gista í tjaldbúðum Bedúína, eiga langdregin sagnakvöldverð við varðeldinn og sofna undir tindrandi stjörnuhimni.
 

Dana er fornt smáþorp sem hefur nú verið gert að eco-þorpi. Þar er einnig stærsti þjóðgarður landsins með möguleika á dásamlegum gönguferðum um þetta magnaða landsvæði. Matarmenning Jórdana er engu lík, enda á hún annars vegar rætur í ævafornum hefðum Bedúína og hins vegar fjölþættri blöndu ólíkra áhrifa, frá þeim öldum er helstu verslunarleiðir Arabíu lágu um Jórdaníu. Landið er einn stærsti ólífuræktandi heimsins svo ólífuolía er notuð í alla matargerð, en einnig sérstök kryddblanda, kölluð za’atar. Jógúrt er algeng með öllum mat, m.a. jameed, sem er þurrkuð jógurt, afar einkennandi fyrir jórdanska matarmenningu og uppistaðan í þjóðarrétti þeirra, Mansaf. Ekki þarf að taka það fram að kaffið í Jórdaníu er harla gott.

 

 

Hafðu samband!
Leyfðu okkur að hjálpa!
Við klæðskerasníðum ferð fyrir þig á þeim tíma, af þeirri lengd og með þeim áföngum sem þú kýst.

PETRA


Sá áfangastaður sem flestir vilja sjá í Jórdaníu er hin forna verslunar- og höfuðborg Nabatea-þjóðarinnar: Hin mikilfenglega klettaborg, Petra. Best er að koma aftan að borginni, eins og sagt er, enda er það mun fáfarnari leið og fallegri, þar sem gengið er um þrönga gilskorninga framhjá úthöggnum hellum, musterum og grafhýsum. Borgin er sannarlega eitt af undrum veraldar, höggvin út úr rauðum klettum með flúruðum kúplum og háum súlum. Þar má líta eitt þekktasta mannvirki Jórdaníu, Al Khazneh, eða Fjárhirsluna, þar sem sjálfur Indiana Jones fann hinn heilaga kaleik Krists í þriðju myndinni um fornleifafræðinginn knáa.


Saga Jórdaníu á Wikipedia

Heilsufar í Jórdaníu

Helstu staðreyndir um Jórdaníu

Lesefni tengt Jórdaníu

Wikitravel um Jórdaníu

Verðlag í Jórdaníu

 

FERÐIR FARVELS