LUAN PRABANG
Bærinn sem gleymdist
Þig setur hljóða/n að ganga um forn stræti Luang Prabang því að kyrrðin er tær sem sumarnótt í Flatey. Það skín einhver ójarðnesk og fögur heiðríkja úr feimnum andlitum íbúanna, sem lifa enn samkvæmt hefðum genginna kynslóða.
Takturinn hefur lítið breyst þótt mótorfákar renni hjá og dauf rafljós lýsi út í svala nóttina. Þú heldur niðri í þér andanum þegar þú gerir þér grein fyrir að þú ert einn af þeim síðustu sem upplifir stað sem þennan á okkar gervihnattaöld; borg sem er dæmd til að breytast því að hnattvæðingin kom til. Enn er þó tækifæri til að upplifa síðustu óspilltu borg heimsins; hina fornu höfuðborg máttugs konungsveldis: Luang Prabang.
Þú vaknar snemma morguns til að færa meinlætamunkum fórnir. Þeir standa prúðir í röðum, klæddir í gulrauða kufla og virðast engan mun sjá á bleiknef frá Stapplandinu góða eða boginni kerlu sem mætt hefur á hverjum morgni í áratugi.
Saga Laos á Wikipedia
Heilsufar í Laos
Helstu staðreyndir um Laos
Lesefni tengt Laos
Wikitravel um Laos
Verðlag í Laos