Namibía

Namibía

Nýlendan mikla

Ef leitað er nógu lengi og nógu vandlega má finna örfáa staði í heiminum sem eru svo framandi og svo mergjaðir að mætti halda að landslagið hefði sprottið upp úr huga listamanns. Sossusvlei í Namibíu, gáttin að Namib-eyðimörkinni, er einn af þessum stöðum.
Kolsvartir stofnar visnaðra trjáa teygja sig upp í heiðbláan himininn, veðraðir af logandi rauðum eyðimerkursandinum. Hér stendur tíminn í stað og kraftar náttúrunnar minna á sig.
Er það ekki skrítið að þetta landslag skuli hafa laðað til sín suma af fremstu leikstjórum heims, með tökulið og stjörnur í eftirdragi. Aðdáendum mynda á borð við Mad Max: Fury Road og 2001: A Space Oddissey ætti að finnast berangrið kunnuglegt.
 

Heimamenn eru glaðir þegar gesti ber að garði. Namibía er jú utan alfaraleiðar og veitir þessu fátæka landi ekki af ferðaþjónustutekjunum. Er raunar mesta furða að ferðamannastraumurinn skuli ekki vara meiri, því Namibía er óskaland áhugaljósmyndarasn og náttúruunnandans. Hér má upplifa Afríku alveg óspillta.
 

Hver veit hvaða leyndarmálum rauðmálaður höfðingi frumbyggjaættbálks er tilbúinn að deila. Kannski hefur hann sögur að segja af öndum forfeðranna eða háskalegum fundi með ljóni. Ef sögurnar þykja ekki trúverðugar má halda af stað á fjórhjóli og bera frásögnina undir vinalegan fíl eða ærslafullan sebrahest, áður en spanað er af stað upp og niður sandöldurnar í leit að nýrri demantanámu.
 

Hví ekki að láta það eftir sér, svona einu sinni, að fljúga í litilli rellu yfir skógunum, klettunum og sandbreiðunum. Kannski er hægt að lenda í námunda við yfirgefna námuþorpið Kolmanskop, og elta uppi drauga í húsunum sem eru smám saman að hverfa ofan í eyðimörkina; eða skjótast vestur á Cape Cross þar sem selirnir hafa hreiðrað um sig í þúsundatali, og liggja makindalega á heitum klöppunum á meðan þeir baula í miklum kór fyrir gesti. Ef hlustað er nógu vandlega heyrist kannski að selirnir syngja: „Mikið var að þú komst“.

Hafðu samband!
Leyfðu okkur að hjálpa!
Við klæðskerasníðum ferð fyrir þig á þeim tíma, af þeirri lengd og með þeim áföngum sem þú kýst.

 

FERÐIR TIL NAMEBÍU Á VEGUM FARVEL