SUÐUR-AFRÍKA Morgunmatur með ljónunum Fyrstu sólargeislarnir teygja sig varfærnislega upp fyrir sjóndeildarhringinn. Loftið er ennþá svalt eftir nóttina, en núna vaknar sléttan til lífsins. Morgunverðurinn bíður eftir þér úti á veröndinni og á meðan þú sýpur á teinu fikra fílarnir og buffalarnir sig niður að vatnsbólunum […]

Suður-Afríka

SUÐUR-AFRÍKA

Morgunmatur með ljónunum

Fyrstu sólargeislarnir teygja sig varfærnislega upp fyrir sjóndeildarhringinn. Loftið er ennþá svalt eftir nóttina, en núna vaknar sléttan til lífsins. Morgunverðurinn bíður eftir þér úti á veröndinni og á meðan þú sýpur á teinu fikra fílarnir og buffalarnir sig niður að vatnsbólunum undir vökulu auga ljónanna. Þú ert kominn til Suður-Afríku, á slóðir villtu dýranna og brosmilda fólksins.

 
Margir láta sig dreyma lengi um að heimskja þetta heillandi land í suðri, en allt of fáir láta drauminn rætast. Oft er það fyrsta sem kemur fólki á óvart hvað landið er stórt: í kortabókunum fer lítið fyrir Suður-Afríku en í raun er landið nær tólf sinnum stærra en Ísland, og margt að skoða.

 
Hvað með að taka stefnuna á sælureitinn Höfðaborg, þar sem sólbakaðir heimamenn og sprækar mörgæsir deila hvítum baðströndunum? Ef heppnin er með gætu jafnvel verið húllumhæ niðri við höfnina, til að fagna útiteknum siglingakempum á leið sinni umhverfis hnöttinn.
Í Jóhannesarborg má síðan upplifa allt annan takt á lífinu. Þar er viðskiptamiðstöð landsins en líka svertingjahverfið sögufræga Soweto. Hér er ferðalangurinn á slóðum risa á borð við Nelson Mandela og hægt að fræðast um bæði dapra og gleðilega tíma í sögu landsins.

 
En þrátt fyrir ljúffengan mat, ómótstæðilega tónlist, hlýtt og gestrisið fólk og gott veður þá er það náttúran sem er hin eina sanna gersemi Suður-Afríku. Fáir þjóðgarðar geta t.d. keppt við Kruger-garðinn, sem þekur hvorki meira né minna en 20.000 ferkílómetra og teygir sig alla leið upp að landamærum bæði Zimbabwe og Mósambík. Enginn verður svikinn af að fara þar í ekta safarí, og horfa með hjartað í hálsinum á nashyrninga, hlébarða, sebrahesta, gíraffa og krókódíla í sínu náttúrulega umhverfi. Og ljónin? Þau eru sko engir Þingholtskettir.

Ferðir Farvel til Suður-Afríku