Gist verður á vönduðum og vel staðsettum hótelum og leitast við að kynnast vel hinni rómuðu matarhefð Egyptalands. Lögð er áhersla á að ferðir séu hnitmiðaðar og sem minnstur tími tapist í löngum rútuferðum. Það næst með góðu skipulagi og vel staðsettum hótelum.
Áfangarnir eru þrír. Fyrsti kaflinn í ferðinni eru 4 nætur við Giza sem er það svæði sem hefur að geyma stærstu og mikilfenglegustu fornminjar í heimi. Þaðan verður farið inn í Kaíró, gömlu rós austurlanda. Hvaða borg kallar fram meiri exótík í hugum fólks – meiri dulúð og ævintýraljóma? Í Kaíró verður að sjálfsögðu skundaði í sjálft Egypska-safnið. Þar ber hæst fjársjóðinn sem fannst í óhreyfðri gröf Tut-ank-amons sem og múmíur margra af merkustu faraóum sögunnar (já, þú getur séð Ramses II sjálfan og marga fleiri, augliti til auglitis).
Þar næst er flogið til Lúxor og tekur við fjögurra nátta sigling á Nílarfljóti þar sem stoppað verður við ýmsa áhugaverða staði eins og Kom Ombo og Edfu hofin, Karnakhofið, Lúxorhofið ofl.
Siglingin endar í Aswan þar sem verður dvalið í 2 daga. Eitt helsta aðdráttarafl Aswan er musterið í Abu Simbel sem Ramses annar reisti fyrir sig og annað fyrir konu sína, Nefertari.
Í Aswan nýtum við tækifærið til að kynna okkur sérstaka og litríka menningu Núbíumanna, sem enn skera sig úr fjöldanum í Egyptalandi. Fátt er svo notalegra og rómantískara en að kíkja á markað innfæddra og rölta í sumarhita eftir Nílarbakkanum við sólarlag, þar sem finna má ótal veitingastaði.
Það er ekkert span á þessum leiðangri því kapp er lagt á að fólk kynnist jafnt hinni ævafornu menningu sem og ljóslifandi og litríkru mannlífi þeirra faróa sem enn lifa. Það þarf tíma og næði til að meðtaka og melta það sem ferðlangar ná að kynnast. Því tökum við frídaga og gætum þess að öllum gefist tækifæri til að slaka á og njóta sín í þeim vellystingum sem hótel og veitingastaðir bjóða uppá.
Þótt þess verði gætt að sýna ferðalöngunum allt það helsta með styrkri leiðsögn verður fólki gefinn kostur á að slaka á í rólegheitum eða skoða sig um á eigin spýtur. Enginn hörgull verður á ábendingum og uppástungum til þeirra sem kjósa að fara í einkaleiðangra, hvort sem það er nútíminn eða leifar fornaldar sem heilla.
Áherslur
Í þessari ferð gefst kostur á að skoða ýmislegt sem flestir ferðalangar missa af, þar ber hæst að við förum inn í Stóra-pýramídann og skoðum Sólarbát Khufu (Keops). Við förum líka að Bogna og Rauða pýramídanum í Dashur, og inn í þann rauða. Og í Saqqara skoðum við eina mestu ráðgátu Egyptalands, Serapeum-grafhvelfingarnar og förum inn í pýramída Unasar. Í Lúxor stígum við inn í nokkrar grafir, þar á meðal sjálfa gröf Tutankhamons (þar sem fjársjóður hans fannst ósnertur) ! Nokkuð sem fæstar hópferðir bjóða. Ferðin er sérhönnuð til að sýna þróun pýradamída, benda á ráðgátur og gefa fólki heildstæða sýn yfir fimm þúsund ára menningarsögu.
46.000 KR. AUKAGJALD FYRIR EINBÝLI
Myndir frá hótelunum
Giza píramídarnir.
Reynir er forfallinn áhugamaður um leyndardóma og ráðgátur fornaldar, sér í lagi Píramídans mikla og hefur hann farið í fjölda leiðangra um Egyptaland síðustu tvo áratugi.
Reynir hefur leitt þrjár sérlega velheppnaðar ferðir Farvel um Egyptaland á sl. ári.
Innifalið:
Flug frá Keflavík til Kaíró með Lufthansa. Allir skattar og gjöld innifalin.
Allur akstur á milli gististaða, flughafna, lestarstöðva, bryggja o.sv.fr.
Gisting í tvíbýli með morgunmat á framangreindum hótelum eða sambærilegum.
Tilgreindar skoðunarferðir auk aðgangseyris og hádegisverðar.
Allt innifalið á fjögurra nátta siglingu á Nílarfljóti.
Íslensk leiðsögn og umsjón auk leiðsagnar heimamanna þar sem þörf er á.
Ekki innifaið:
Tryggingar, bólusetningar, þjórfé eða annað ótilgreint.
Framlengd vist á hóteli (late check-out) eftir kl. 12:00 eða snemm-innritun(early check-in).