Fyrir áhugafólk um gróður, vín og villidýr er Suður Afríka fyrirheitna landið. Náttúran í Suður Afríku er engri lík. Þar er að finna þúsundir ólíkar plantna eða tíundi þeirra tegunda sem finnast í heiminum auk fíla, ljóna, nashyrninga, gíraffa og fleiri villidýra. Suður Afríka er einnig fræg fyrir góð vín, fallegar strendur og heillandi menningu.
Vilmundur Hansen er þekktur fyrir skrif um gróður og fleira í Bændablaðið auk þess sem hann er einn vinsælasti ráðgjafi á landinu þegar kemur að garðyrkju og ræktunarmálum.
Vilmundur mun stýra leiðangrinum sem fer frá Höfðaborg til Port Elizabet á syðsta hluta Suður Afríku um hina svakölluðum Blómaleið/Garden Route þar sem farið verður um bótaníska grasagarða og stærri garða þar sem villidýr lifa frjáls. Við ströndina þar sem Atlantshafið mætir Indlandshafi er að finna mörgæsir, höfrunga, hvali og hákarla.
Hvar sem tækifæri gefst verður áð til að bragða hin rómuðu Suður-Afríkönsku vín sem hvergi gerast betri en einmitt á þessum slóðum.
Suður Afríku er magnað land og mörgum kemur óvart hvað landið er stórt. Í kortabókunum fer lítið fyrir Suður Afríku en í raun er landið nær tólf sinnum stærra en Ísland og þar er ótrúlega margt að skoða.
Í ferðinni verða heimsóttir grasagarðar, vínekrur og skoðuð villidýr. Grasagarðarnir í Suður Afríku eru engu líkir enda er í þeim að finna gróður sem er gerólíkur því sem við eigum að venjast hér á Íslandi. Hvað er svo meira afslappandi að smakka góð vín eftir ævintýralegt rölt um vínakra. Svo eru það náttúrulega villidýrin sem öllum langar til að sjá í sínu náttúrulega umhverfi. Þetta er ferð sem engin blóma eða náttúruunandi og vínáhugamaður lætur framhjá sér fara. Gist verður á fyrsta flokks hótelum og ferðast verður í fylgd staðarleiðsögumanna.
Vilmundur Hansen garðyrkju- og grasafræðingur sem er fararstjóri er löngu landsþekktur fyrir skrif sín um gróðurríkið og ráðgjöf um ræktun og garðyrkju.
Hann hefur ferðast um Kína, Sri Lanka, Kúbu, Rússland, Japan og Madagaskar til að kynna sér menningu, mannlíf, gróðurfar og dýralíf í þessum ólíku löndum.
Aukagjald fyrir einbýli er 70,000 kr.