Þetta erum við…

Farvel er íslenskt ferðafélag sem byggir á grunni Asíuferða Óríental með áratugar reynslu og sérþekkingu í skipulagi og leiðsögn sérferða um fjarlæg lönd.

 

Farvel leiðir ferðafólk, sem vill upplifa hið óvenjulega og óhefðbundna og langar að rata í óvænt en örugg ævintýri en ekki upplifa það sama og allir aðrir.

 

Í Asíu er Farvel með eigin skrifstofu í Víetnam og trausta samstarfsaðila á þeim svæðum sem farið er um. Farvel nýtir eingöngu faglega og óháða leiðsögn á öllum áfangastöðum og hefur byggt upp persónuleg tengsl við valda samstarfsaðila á öllum áfangastöðum.

 
Fararstjórar og starfsfólk Farvel hafa langa reynslu og býr að víðtækri þekkingu á hinum ólíku landsvæðum Asíu og öðrum áfangastöðum, svo sem Mið-Ameríku og Afríku. Við viljum að okkar fólk upplifi persónulegt ferðaævintýri, kynnist fjölbreyttri menningu og mannlífi framandi landa og eignist ógleymanlegar ferðaminningar.

 
Farvel er rekið á íslenskum markaði samkvæmt íslenskum lögum og reglum. Markaðssvæði félagsins er Ísland með áherslu á fólk sem vill ferðast sjálfstætt eða í smáum eða stórum hópi.

 
EINKAFERÐIR eru ferðir sem Farvel þróar með hverjum og einum – hvort heldur fyrir einstakling, pör, fjölskyldur eða smáa sem stóra hópa; við setjum möguleikana í hugmyndapottinn og skipuleggjum saman einstaka ferð.

 
OPNAR HÓPFERÐIR eru fyrirfram ákveðin ævintýri sem öllum er frjálst að taka þátt í. Sumar hópferðir okkar eru fremur einfaldar í sniðum með mátulegri blöndu af góðri kynningu á menningu, mannlífi og náttúru áfangastaðanna auk dekurs og sælu. Svo eru ferðir sem við kjósum að kalla leiðangra, en það eru ævintýri þar sem kafað er dýpra í menningu, mannlíf og náttúru áfangastaðanna – þar sem meira reynir á leiðangursmenn. Má þar nefna göngu- og hjólaferðir, köfunarferðir, fljótasiglingar, leiðangra ljósmyndara eða fuglaskoðara o.s.frv.

 
Við nefnum Farvel ferðafélag en ekki ferðaskrifstofu. Það er ákveðin sérviska en okkur finnst sem orðin „skrif” og „stofa” eigi lítið skylt við okkar starf. Allir starfsfólk Farvel er ferðafólk sem hefur varið miklum tíma á fjarlægu áfangastöðnum okkar. Fólk sem starfar af ástríðu og heilindum að því að skapa einstakar ferðir og láta þær ganga upp.

 
Ef þú vilt vinna að EINKAFERÐ með okkur skaltu byrja á að fylla út þetta form og ævintýravél Farvel er farin að mala.

 
Ef þú vilt skrá þig í einhverja af HÓPFERÐUM okkar skaltu skoða úrvalið hér.

 
Ef þú vilt starfa hjá okkur skaltu senda skeyti á farvel@farvel.is

 
Góða ferð…

Starfsfólk Farvel
Skarphéðinn Guðmundur Þórisson

Líffræðingur frá Háskóla Íslands og MSc frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri búsettur í Fellabæ á Fljótsdalshéraði....
MEIRA
!


Katrín Sif Einarsdóttir

Katrín er þrítug og búin að heimsækja yfir 200 lönd. Hún er mikil hestakona og finnst gaman að ferðast um alla heim....
MEIRA!


Vilborg Halldórsdóttir
Fararstjóri

Vilborg Halldórsdóttir útskrifaðist sem leikkona frá Leiklistarskóla Íslands árið 1983. Hefur unnið við leikhús, sjónvarp og...
MEIRA!Pétur Hrafn Arnason
Fararstjóri

Pétur fékk ferðabakteríuna ungur að árum og hefur verið á stöðugu flakki alla ævi.
MEIRA
 


Alexandra Sigurðardóttir
Erindreki

Alexandra er ævintýramanneskja sem elskar að fara ótroðnar slóðir og prufa einhvað nýtt.
MEIRA
 


Helgi Benediktsson
Fararstjóri

Helgi byrjaði ungur að árum að stunda fjallgöngur og skíðamennsku bæði innanlands sem utan.
MEIRA!
 Páll Arnar Steinarsson
Erindreki og fararstjóri

Þegar Páll var að nema heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst bauðst honum að...
MEIRA!
 


Viktor Sveinsson
Ferðastjóri

Viktor fór í sína fyrstu heimsreisu 1987, núna tæpum 30 árum síðar er hann enn á ferðinni um heim allan.
MEIRA!

     


Eiríkur Viljar
Fararstjóri

Eiríkur er forfallinn mótorhjólaunnandi og ævintýramaður sem hefur tekið sér ýmislegt fyrir hendur...
MEIRA!
 Gunnar Torfi
Fararstjóri

Gunnar Torfi hefur verið á stöðugu flakki síðustu átta árin og hefur ævintýraþráin dregið....
MEIRA!
 


Birgir Freyr Birgisson
Tæknimaður

Birgir er tæknimaður Farvel og ötull baráttumaður fyrir notkun á frjálsum hugbúnaði. Einnig hefur hann ferðast víða...
MEIRA!