Við hjá Farvel búum að áratuga reynslu í útskriftarferðum um Asíu, Evrópu og Arabíu en núna bætum við Ameríku við með Kúbu og Mexíkó og Afríku með Kenýa og Marokkó.
 
Þegar prófum og meðfylgjandi stressi lýkur getur fátt verið betra en að komast sem lengst frá gamla góða Fróni og stíga inn í exótískan ævintýraheim Afríku, Austurlanda eða Ameríku, eða að hafa ferðina styttri og hagkvæmari og stefna á Barcelona eða Los Angeles.
 
Að flatmaga á hvítri strönd undir blaktandi pálmatré og finna sitt “zen” með Bob Marley í bakgrunni, klífa fjöll og hreinsa út prófkvíðann með léttum átökum og spennandi áföngum, endasendast milli dansklúbba og jazzbúlla í eilífu ævintýri í framandi löndum, hlusta á bænaóm munkanna í kyrrlátu musteri við grænan hrísgrjónaakur, kafa að litríku kóralrifi innan um Nemó og vini hans og uppgötva að námseinkunnir eru ekki það mikilvægasta í heiminum, hlusta á meira á Bob Marley og enda í tunglhátíð á trópískri eyju…

ÚTSKRIFTARFERÐIR